Við kappkostum hafa vandvirkni, áreiðanleika, þjónustu, og góð vinnubrögð að leiðarljósi.

Viðmið ehf. hefur verstæðisaðstöðu á Eldshöfða 18. Megin starfsemi þess er, bygginga og verktaka starfsemi.Verkefnin hafa í gegnum tíðina verið nokkuð fjölbreytt sem sést best á ferills skránni hér,á síðunni bæði innanlands og utan Viðmið, hefur á síðust árum byggt nokkur hús af ýmsum gerðum. Ásamt ýmsum endurbótum , viðhaldi og viðgerðum á byggingum, t.d. Glugga og glerskiptum , þakviðgerðum. Utan og innanhússklæðningum, gipsveggjasmíði, loftauppsetningu, uppsetningu kerfisloft,parketlagnir, stigasmíði, smíði og uppsetningu innréttingar og margt fl. Einnig hafa allsherjar breytingar á húsum íbúðum og öðrum rýmum verið stór hluti af verkefnum okkar, í samstarfi við aðra iðnaðarmenn sem og hönnuði og undirverktaka í flestum byggingartengdum iðngreinum.

Verkstæði fyrirtækisins sinnir lagfæringum og nýsmíði er tengist verkefnum þess á hverjum tíma. Við tökum að okkur breytingar og viðhald fasteigna fyrir einstaklinga, fyrirtæki húsfélög og stofnanir. Meðal fjöldi starfsmanna hefur verið um 5 manns, en mest 12 árið 2005-2006 Viðmið ehf. var stofnað,2005, upp úr fyrri rekstri, Gretars Jóhannessonar. Húsasmíðameistara og Byggingar iðnfræðings, sem hefur Byggingarstjóra réttindi.